Á fræða- og starfssviðum mínum fæst ég við listir, nám, meðferðir og rannsóknir. Ég hef tileinkað mér hvert þessara sviða og í sumum tilfellum tengi ég þau saman sem getur leitt til nýrra og óvæntra uppgötvana.

Í listmeðferð fléttast saman myndlist og sálfræði. Námslistmeðferð og minnisteikningar þætta saman nám, meðferð og listir. Listir og rannsóknir tengjast í rannsóknum með list. Í sumum listaverkum mínum blanda ég saman listmeðferð og myndlist en í öðrum listaverkum nota ég íslenskt hraun og er þá að fást við tengingar við náttúruna og sköpunarkraftinn.

Ég leitast við að kynna mér og nýta þekktar meðferðar- og kennsluaðferðir ásamt því að koma fram með nýjar aðferðir sem miða að því að manneskjan komist í snertingu við sjálfa sig, læri og finni eigin styrk. Í mörgum tilfellum leitast ég við að brjóta upp þá hugmyndafræði sem fyrirrennarar mínir hafa lagt til fræðanna og vísindanna hver á sínu sviði en slíkt fæðir oft af sér nýjar aðferðir í síbreytilegum heimi þar sem krafan um skilning á samhæfingu ólíkra fræðasviða fer vaxandi.

Stutta umfjöllun um hvert fræða- og starfssvið er að finna hér fyrir neðan.  Til að fá nánari upplýsingar um hvert svið smellið á hnappinn „skoða vefsíðu“.

Njótið með mér ferðalagsins um landslag lista, náms, meðferða og rannsókna.