Allt frá æskuárum mínum hefur listsköpun verið mér uppspretta ánægju. Línur, snerting við leir, ýmsar litasamsetningar ásamt ólíkum birtingarmyndum forma hafa aukið tilfinningu fyrir því hver ég er, sem stuðlar að ró, styrk og vellíðan. Ég hef löngun til veita öðrum listsköpunarreynslu af þessu tagi með það að markmiði að stuðla að styrk þeirra og vellíðan. Ég hef alltaf haft áhuga á því hvernig fólki líður, hvað gerir persónuna að því sem hún er, hvers vegna einstaklingar haga sér eins og þeir gera og hvernig hægt sé að bæta líðan fólks. Listmeðferð hæfir mér einstaklega vel því þar sameinast viðfangsefni af þessu tagi og listsköpun.