Gagnkvæm tengsl milli fólks, innri tengingar og tengsl við náttúruna eru mér hugleikin. Íslensk náttúra er hrá og kraftmikil og í iðrum jarðar skapar ólgandi eldurinn hraunsteina. Úr íslensku hrauni bý ég til skartgripi og listaverk sem vísa til sköpunarkraftsins. Í hraunverkunum vinn ég með tengingar mínar við náttúruna og sköpunarkraftinn innra með mér. Þegar ég miðla þess konar upplifun til annarra veitist þeim tækifæri til að finna fyrir og tengjast eigin sköpunarkrafti ásamt því að samsama sig náttúrunni í gegnum upplifun af hraunlistaverkinu.